Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Sjúkrahúsið á Akureyri Forsíða
Sjúkrahúsið á Akureyri Forsíða

Sjúkrahúsið á Akureyri

Sumarstörf á Sjúkrahúsinu á Akureyri

22. desember 2025

Langar þig að starfa í hvetjandi og lærdómsríku umhverfi? Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk) leitar nú að öflugu sumarstarfsfólki fyrir sumarið 2026.

Við bjóðum fjölbreytt störf innan sjúkrahússins þar sem þú færð tækifæri til að kynnast starfseminni á einstakan hátt og þróa þig áfram í hvetjandi starfsmannahópi. Við leggjum áherslu á að taka vel á móti nýju starfsfólki og tryggjum góða aðlögun.

Gríptu tækifærið og taktu þátt í samfélagi sem leggur áherslu á samvinnu, fagmennsku og umhyggju!

Hér má sjá öll auglýst sumarstöf á SAk: Sumarstörf 2026