Fara beint í efnið

Stöðva þarf kæfisvefnsrannsóknir á SAk tímabundið

19. júní 2023

Kæfisvefnsrannsóknum hefur fjölgað mikið síðastliðin ár og nú er svo komið að gildandi samningur við Sjúkratryggingar Íslands um fjölda rannsókna nægir ekki til að anna eftirspurn eftir þjónustunni.

SAk merkið

Kæfisvefnsrannsóknum hefur fjölgað mikið síðastliðin ár og nú er svo komið að gildandi samningur við Sjúkratryggingar Íslands um fjölda rannsókna nægir ekki til að anna eftirspurn eftir þjónustunni. Í ljósi þessa verða ekki gerðar fleiri kæfisvefnsrannsóknir á árinu nema samningar náist við Sjúkratryggingar Íslands um framkvæmd fleiri slíkra rannsókna á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

SAk er í samningaviðræðum við SÍ og er það von okkar að samningar náist um fjölgun rannsókna á árinu.