Starfsemistölur fyrir janúar-apríl 2023
8. maí 2023
Mánaðarlega eru gefnar út starfsemistölur fyrir sjúkrahúsið og má sjá ítarlegri upplýsingar í meðfylgjandi skjali (PDF). Helstu starfsemistölur eru þær að fjöldi dvalardaga ofangreint tímabil eru 10.882 og er meðaldvöl á deild 4,8 dagar. Flestir sjúklinganna eru lagðir inn í bráðainnlögn en þær eru tæplega 76% af heildarinnlögnum
Mánaðarlega eru gefnar út starfsemistölur fyrir sjúkrahúsið og má sjá ítarlegri upplýsingar í meðfylgjandi skjali (PDF). Helstu starfsemistölur eru þær að fjöldi dvalardaga ofangreint tímabil eru 10.882 og er meðaldvöl á deild 4,8 dagar. Flestir sjúklinganna eru lagðir inn í bráðainnlögn en þær eru tæplega 76% af heildarinnlögnum. Mikið álag hefur verið á legudeildunum og er rúmanýting á lyflækninga- og skurðlækningadeild tæplega 101% á tímabilinu. Töluverð aukning hefur verið undanfarnar vikur varðandi fjölda þeirra sem liggja inni, eru búnir í meðferð og bíða eftir plássi á hjúkrunarheimili. Í upphafi mánaðar voru 17% rýma á lyflækninga-, skurðlækninga- og sjö daga deild á Kristnesspítala nýtt af einstaklingum sem komnir eru með gilt færni og heilsumat.
Um 5.500 einstaklingar hafa fengið þjónustu á göngudeild og þar af 712 vegna krabbameinslyfjagjafar. Komur á dagdeildir eru 2.198. Á bráðamóttöku og göngudeild bráðamóttöku hafa leitað rúmlega 4.900 einstaklingar samanborið við 4.455 á sama tíma í fyrra og aukningin því umtalsverð. Biðtími eftir því að hitta lækni á bráðamóttöku er um 39 mínútur sem er rétt við það viðmið sem við setjum okkur.
Skurðaðgerðir í janúar-apríl voru 907 og eru þær færri en áætlað var þar sem fækka hefur þurft aðgerðum vegna álags og manneklu. Ríflega 31% aðgerða eru bráðaaðgerðir. Gerðar hafa verið 137 gerviliðaaðgerðir til þessa.
Fjöldi rannsókna fyrstu þrjá mánuði ársins voru rúmlega 73.600. Fjöldi myndgreiningarannsókna (án brjóstamynda) var tæplega 9.900 og gerir það að meðaltali um 82 rannsóknir á dag. Á tímabilinu janúar til apríl fæddust 130 börn samanborið við 143 börn á sama tíma í fyrra. Fjöldi ósjúkratryggðra hefur farið vaxandi frá áramótum en mikil aukning hefur verið í komum / innlögnum þessa hóps. Á tímabilinu hafa 24 ósjúkratryggðir einstaklingar legið inni á SAk samanborið við þrettán í fyrra.