Starfsemistölur fyrir árið 2024
9. janúar 2025
405 börn fæddust á SAk á síðasta ári.
Fjöldi dvalardaga á árinu voru 26.607 sem er um 11% fækkun frá því í fyrra en að sama skapi er fækkun sjúklinga sem þurfa að leggjast inn um 9%. Meðalfjöldi dvalardaga allra deilda eru 4,5 dagar þannig að sjúklingar liggja mun styttra inni en áður. Mikil aukning hefur verið í fjölda einangranatilfella undanfarna mánuði sem hefur áhrif á hjúkrunarþyngd þar sem fjöldinn einn og sér lýsir ekki álagi á deild.
Flestir sjúklinganna eru lagðir inn í bráðainnlögn en þær eru um75,1% af heildarinnlögnum.
Að meðaltali eru níu sjúklingar inniliggjandi á hverjum tíma sem eru með gilt færni- og heilsumat eða slíkt í vinnslu.
Á árinu 2024 er rúmanýting á lyflækningadeild 89% og er nýtingin 81% á skurðlækningadeild.
Rúmlega 10.500 einstaklingar hafa fengið þjónustu á göngudeild og þar af 2.246 vegna krabbameinslyfjagjafar, sem er sambærilegt og í fyrra. Komur á dagdeildir voru 6.565.
Á bráðamóttöku og göngudeild bráðamóttöku er fjöldi samskipta sambærilegur og í fyrra eða 17.566 samanborið við 17.884 á sama tíma í fyrra (sjá súlurit um komur á bráðamóttöku ár hvert). Biðtími eftir því að hitta lækni á bráðamóttöku er nú um 45 mínútur en viðmið okkar eru um 40 mínútna bið eftir lækni.
Fjöldi skurðaðgerða á árinu var 2.439 sem er aðeins minna en í fyrra þegar 2.598 aðgerðir voru gerðar yfir sama tímabil - fjöldinn segir þó ekki allt þar sem eðli og lengd aðgerða hefur mikið að segja. Tæplega 32% aðgerða voru bráðaaðgerðir og voru gerviliðaaðgerðir 318 á móti 330 gerviliðaaðgerðum í fyrra.
Fjöldi myndgreiningarannsókna (án brjóstamynda) var rúmlega 40.327 og gerir það að meðaltali um 110 rannsóknir á dag sem er sambærilegt og verið hefur.
Rannsóknir á rannsóknadeild hafa dregist aðeins saman undanfarin ár en fjöldi rannsókna á lífeðlisfræðideild er sambærilegur og verið hefur undanfarin ár eða um 8.720 rannsóknarverk.
Á árinu hafa fæðst 405 börn samanborið við 410 börn á sama tíma í fyrra.
Töluverð fækkun er í komum og innlögnum ósjúkratryggðra miðað við sama tímabil í fyrra. Bráðamóttakan hefur sinnt 670 ósjúkratryggðum einstaklingum og 110 hafa verið á legudeildum SAk en í fyrra höfðu verið lagðir inn 125 einstaklingar og um 770 einstaklingar leitað á bráðamóttökuna. Um er að ræða rúmlega 14% fækkun í komum á bráðamóttöku.
Nánari greining á starfsemi sjúkrahússins verður unnin á næstu vikum samhliða ársskýrslu SAk.