Sneisafull dagskrá á Næringardegi SAk
12. mars 2024
Vel sóttur Næringardagur SAk fór fram í síðustu viku. Þema dagsins var „ESPEN guidelines, klínískar leiðbeiningar um sjúkrahúsfæði“.
„Dagurinn heppnaðist ákaflega vel og erindin voruvirkilega áhugaverð. Dagskráin var öllum opinog var bæði í sal og streymi, í heildina voru um 140 manns sem sóttu daginn,“ segir Laufey Hrólfsdóttir deildarstjóri mennta- og vísindadeildar SAk.
„Þetta er í fyrsta skiptið sem mennta- og vísindadeildin hafði yfirumsjón með skipulaginu, en með skipuritsbreytingu stjórnskipulags SAk síðasta haust þá eiga öll fræðslumál núna heima á deildinni. Við viljum gjarnan aðstoða deildir og teymi til að halda spennandi fræðsludaga og viðburði, fræðsluteymiðheldur utan um dagskrána og allt skipulag í samráði við lykilaðila,“ segir Laufey.
Dagskráin var sneisafull af áhugaverðum fyrirlestrum: Áróra Rós Ingadóttir, deildarstjóri Næringarstofu Landspítala fór í gegnum nýlegar klínískar leiðbeiningar um sjúkrahúsfæði, Sandra Dögg Guðnadóttir, lyfjafræðingur og klínískur næringarfræðingur á Landspítala, hélt erindi um leiðbeiningar varðandi næringu í æð ogEdgardo Parraguez Solar, matartæknir í eldhúsi SAk fræddi um sérfæði á SAk. Ingunn Högnadóttir, talmeinafræðingur á SAk, útskýrði hvers vegna við þurfum mismunandi fæðuáferðir og Berglind Soffía Blöndal, klínískur næringarfræðingur hjá Heilsuvernd/SAk, talaði ummikilvægi skimunar fyrir vannæringu. Fundarstjóri var Guðjón Kristjánsson, yfirlæknir lyflækninga á SAk.