Fara beint í efnið

Sérnámsstöður lækna á Sjúkrahúsinu á Akureyri og Landspítala – Samræmt ráðningarferli fyrir stöður í júní 2024

10. janúar 2024

Lausar eru til umsóknar sérnámsstöður lækna innan þeirra greina lækninga þar sem viðurkennt sérnám fer fram á Landspítala og á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi. Upphafsdagur ráðningar er 3. júní 2024 en þriðjudaginn 4. júní er móttökudagur sérnáms, annars getur upphaf starfs verið samkvæmt samkomulagi við kennslustjóra hverrar sérgreinar fyrir sig.

Læknanemar

Sérnám í læknisfræði á Íslandi hefur þróast hratt á undanförnum árum. Nú er veitt sérnám í flestum grunngreinum lækninga á Íslandi í samræmi við alþjóðleg gæðaviðmið.

Sérnám fer að mestu leyti fram á Landspítala en einnig á Sjúkrahúsinu á Akureyri í flestum greinum. Ef samvinna hefur verið staðfest milli LSH og SAk um sérnám í viðkomandi sérgrein er gert ráð fyrir að sérnámslæknar vinni á báðum stöðum. Það sérnám sem hér er auglýst eru einu sérnámsleiðir viðkomandi greina á Íslandi sem samþykktar hafa verið af mats- og hæfnisnefnd í samræmi við reglugerð 856/2023. Sérnám samræmist viðurkenndri marklýsingu viðkomandi greinar og fylgir vönduðu mats- og handleiðslukerfi þjálfaðra handleiðara.

Doktorsnám er mögulegt samhliða klínísku sérnámi. Ef fyrir liggur samþykkt rannsóknaráætlun fyrir doktorsnám getur umsækjandi sótt um slíka stöðu. Að lágmarki væri þá um 50% ráðningu við Landspítala að ræða eða eftir samkomulagi og klínískt sérnám lengt sem því nemur og í samræmi við reglugerð 856/2023. Taka skal óskir um slíkt sérstaklega fram í athugasemdum við umsókn og í kynningarbréfi. Samþykkt rannsóknaráætlun doktorsnáms skal fylgja með umsókn.

Nánari upplýsingar

Kynningarmyndband um starfið á Sjúkrahúsinu á Akureyri: Sérnám á Sjúkrahúsinu á Akureyri hér.

Umsóknir

Sótt er um sérnámið á Starfatorgi með því að smella á viðkomandi hlekk í listanum hér að neðan.

Ef umsækjandi ætlar að sækja um fleiri en eina sérgrein þarf að sækja um hverja og eina í aðskildri umsókn.

Athugið að ef umsækjandi ætlar að sækja um fleiri en eina sérgrein þarf að sækja um hverja og eina í aðskildri umsókn.

Almennar upplýsingar veita:

  • Laufey Hrólfsdóttir, deildarstjóri mennta- og vísindadeildar – laufey@sak.is

  • Guðjón Kristjánsson, kennslustjóri SAk - gudjon@sak.is