SAk og HA tóku saman þátt í Vísindavöku Rannís
4. október 2024
Farsælt samstarf sem styrkir báðar stofnanir.
Sjúkrahúsið á Akureyri og Háskólinn á Akureyri tóku sameiginlega þátt í Vísindavöku Rannís sem fram fór um síðustu helgi.
Markmið Vísindavöku er að koma á stefnumóti við vísindafólk þar sem tækifæri gefst að kynnast fjölbreyttu vísindastarfi, framsett á þægilegan hátt.
Það má með sanni segja að það hafi verið kátt í höllinni – eða á bás HA og SAk – þegar vísindafólk kynnti sameiginlegu verkefnin.
Hermisetur SAk vakti mikla lukku enda gafst gestum tækifæri á að sprauta og hlusta sérútbúnar dúkkur. Það voru Jón G. Knutsen teymisstjóri og Hrafnhildur Lilja Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur sem stóðu vaktina í hermisetrinu. Þá kynnti Rannveig Elíasdóttir, hjúkrunarfræðingur á SAk, rannsókn sína um heilsufar grunnskólabarna og Áslaug Felixdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri á mennta- og vísindadeild, og Snæbjörn Ómar Guðjónsson sérfræðingur í geðhjúkrun kynntu fjölskylduhjúkrun.
Hér er tengill á Facebook-síðu SAk með fleiri svipmyndum frá deginum.
Ljósmyndari: Sigga Ella.