Fara beint í efnið
Sjúkrahúsið á Akureyri Forsíða
Sjúkrahúsið á Akureyri Forsíða

Sjúkrahúsið á Akureyri

Óskar sér að SAk verði áfram gott sérgreinasjúkrahús með öflugu fagfólki í klínik og rannsóknum

6. september 2024

Dr. Árún K. Sigurðardóttir flytur heiðurserindi á Vísindadegi.

Dr. Árún K. Sigurðardóttir flytur heiðurserindi á Vísindadegi.

Vísindadagur Heilbrigðisvísindastofnunar HA og SAk fer fram fimmtudaginn 19. september milli kl. 9 og 16 í fundarherberginu Kjarna á nýjum tengigangi SAk á 3. hæð og í streymi.

Heiðurserindið að þessu sinni flytur Dr. Árún K. Sigurðardóttir, prófessor í hjúkrunarfræði við HA og sérfræðingur í sykursýki og langvinnum sjúkdómum.

„Fyrirlesturinn mun fjalla um störf mín á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Ég byrjaði að vinna þar 1991, þá sem svæfingahjúkrunarfræðingur. Síðan venti ég mínu kvæði í kross og mitt sérsvið varð hjúkrun einstaklinga með sykursýki og langvinna sjúkdóma. Ég vann á innkirtladeild SAk frá stofnun hennar 2007 til 2017, og nú síðast á Deild mennta og vísinda, samhliða störfum mínu við Háskólann á Akureyri,“ segir Árún.

Með stofnun deildar mennta og vísinda (nú mennta- og vísindadeild) jókst áhersla á vísindavinnu á SAk og deildin heldur nú utan um Vísindadaginn í 16 sinn.

„Ég mun segja frá hvernig störfin í HA og SAk tengjast í gegnum leiðbeiningu meistaranema og rannsóknaverkefna. Þar skýrist vonandi hvernig samvinnu SAk og HA var háttað í mínu tilfelli. Þegar ég lít til baka tel ég að innan SAk hafi stofnun Deildar mennta og vísinda og sérhæfðra göngudeilda almennt verið gæfuspor. Með því bættist þjónustan við skjólstæðinga til muna þar sem þá gafst tækifæri til að beita betri meðferð og eftirfylgd,“ segir Árún að lokum.

Heiðurserindi Árúnar verður á dagskrá Vísindadagsins 19.. september kl. 9:10.

Hér er tengill á viðburðinn á Facebook.