Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Sjúkrahúsið á Akureyri Forsíða
Sjúkrahúsið á Akureyri Forsíða

Sjúkrahúsið á Akureyri

Nýrnahjúkrunarfræðingur með móttöku

23. október 2025

Jóhanna María Oddsdóttir nýrnahjúkrunarfræðingur sem starfar á Gjörgæslu- og blóðskilunardeild SAk er nú með móttöku fyrir nýrnasjúklinga annan hvern miðvikudag í oddatölu viku.

Í byrjun eru þetta einstaklingar sem tilheyra skilunar- og forskilunarhópum og er vinnan unnin í nánu samstarfi við nýrnalækna Landspítala og aðra sérfræðinga lyflækningadeildar SAk. Nýrnalæknar frá LSH koma á SAk á um það bil þriggja mánaða fresti og sinna eins og staðan er í dag einungis sjúklingum í blóðskilun.

Hægt er að hafa samband við heilbrigðisgagnafræðinga L-deildar eða Jóhönnu ef þörf er á skilaboðum til móttökunnar.

Við erum virkilega ánægð með þessa viðbót við þjónustu nýrnasjúklinga.