Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Sjúkrahúsið á Akureyri Forsíða
Sjúkrahúsið á Akureyri Forsíða

Sjúkrahúsið á Akureyri

Nýr hjartalæknir

26. janúar 2026

Hussam Mahmoud Sheta, hjartalæknir, hefur verið ráðinn til starfa við Sjúkrahúsið á Akureyri.

Hussam Mahmoud Sheta, hjartalæknir

Hussam er sérfræðingur í hjartalækningum með sérþekkingu á hjarta- og æðasjúkdómum, með sérstaka áherslu á kransæðasjúkdóma. Hann lauk læknisprófi frá Háskólanum í Suður-Danmörku árið 2007 og doktorsprófi (PhD) frá sama háskóla árið 2022. Doktorsrannsóknir hans beindust að hjarta- og æðasjúkdómum og hefur hann birt fjölda vísindagreina í ritrýndum alþjóðlegum tímaritum. Hann hefur lokið sérnámi í hjartalækningum og starfað sem sérfræðilæknir í Danmörku, meðal annars við Háskólasjúkrahúsið í Óðinsvéum.

Auk þess hefur Hussam víðtæka klíníska reynslu frá bráðamóttökum og lyflækningadeildum, gjörgæsludeildum og heilsugæslu, bæði í Danmörku og Noregi.

Samhliða klínísku starfi hefur Hussam verið virkur í umfangsmiklum rannsóknum á sviði hjarta- og æðasjúkdóma, tekið þátt í klínískum rannsóknum og sinnt kennslu í læknisfræði um árabil.

Á undanförnum árum hefur hann jafnframt starfað innan lyfjaiðnaðarins, meðal annars sem Global Medical Manager hjá Novo Nordisk, með áherslu á hjarta- og æðasjúkdóma.

Ráðningin er tímabundin til eins árs og mun Hussam starfa á sjúkrahúsinu í lotum, 2–3 vikur í senn.

Við bjóðum Hussam hjartanlega velkominn til starfa við Sjúkrahúsið á Akureyri.