Ný rannsókn á rannsóknarstofu í lífeðlisfræði – NO mæling
11. nóvember 2024
Nýtt tæki hefur verið tekið í notkun á rannsóknastofu í lífeðlisfræði á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Tækið mælir nituroxíð (FeNO) í útöndunarlofti en það er auðveld og mjög næm aðferð til að mæla virkar bólgur í loftvegum sem er meðal annars eitt af helstu einkennum astma.
Rannsóknin er gagnleg til greiningar og eftirlits á astma óháð því hvort einstaklingur sé í astma kasti eða ekki. Ef FeNO gildi mælist yfir 50 ppb hjá fullorðnum eða yfir 35 ppb í börnum, bendir það til þess að bólga í loftvegum sé líkleg auk þess sem líklegt sé að einstaklingur muni bregðast vel við inntöku barkstera. Breytingar á FeNO gildi einstaklings eftir að meðferð hefst segir einnig til um að árangur meðferðar.
Tækið var keypt með styrk frá Hjartasjóði og er þeim þakkað kærlega fyrir stuðninginn.