Fara beint í efnið

Mannauðurinn er mikilvægur

16. maí 2024

Alþjóðlegur dagur mannauðs er 20. maí nk. en þar sem daginn ber upp á annan í hvítasunnu færum við fókusinn á mannauðinn í dag 16. maí.

Kristjana Kristjánsdóttir-Square

Við Sjúkrahúsið á Akureyri starfa þrír mannauðsfulltrúar við launamál, þrír mannauðsráðgjafar, teymisstjóri launa ásamt deildarstjóra mannauðsdeildar og framkvæmdastjóra mannauðssviðs.

„Við á SAk búum yfir dýrmætum mannauði sem býr yfir mikilli fagþekkingu og er með hjartað á réttum stað. Það er okkur afar mikilvægt að hlúa vel að fólkinu okkar til að tryggja vellíðan,“ segir Kristjana Kristjánsdóttir, deildarstóri mannauðsdeildar.

Á degi mannauðs er hollt að líta í baksýnisspegilinn og skoða hvað hefur áunnist í mannauðsmálum á stórum vinnustað eins og SAk.

„Við viljum gera SAk að framsæknum og eftirsóknarverðum vinnustað og erum stolt af því að geta boðið upp á stuðning við starfsfólk og stjórnendur t.a.m. í gegnum Velferðartorg, stuðningsteymi og mannauðsteymið. Álagið hefur verið talsvert á síðustu árum og hefur veikindatíðnin aukist samhliða því. Það er okkur því mikið í mun að styðja við starfsfólk í langtíma- og skammtímaveikindum og ná jafnvægi í mönnun. Við erum að sjá vísbendingar þess að við séum að ná árangri t.a.m. með lækkandi veikindatíðni. Eins hefur umsóknum um störf á SAk fjölgað töluvert sem er góð tilfinning því það er til mikils að vinna,“ segir Kristjana.

Til hamingju með mannauðsdaginn!