Innkirtlalæknir ráðinn til SAk
21. október 2025
Guðni Arnar Guðnason innkirtlalæknir hefur verið ráðinn á SAk frá 1. september síðastliðnum.

Guðni mun starfa á göngudeild efnaskipta- og innkirtalækninga tvo daga aðra hvora viku en sinnir einnig fjarþjónustu sem og ráðgjöf til lækna á SAk og HSN. Innkirtlateymi SAk hefur starfað án viðveru innkirtlalæknis nú um nokkurt skeið og því ánægjulegt að geta boðið aftur upp á þá þjónustu. Þjónustu göngudeildarinnar spannar vítt svið þar sem meðal annars fer fram greining, meðferð og eftirlit fólks með sykursýki, algenga og sjaldgæfari sjúkdóma í innkirtlum eins og til dæmis í skjaldkirtli, nýrnahettum og heiladingli auk beinþynningar og ýmissa annarra efnaskiptavandamála. Tekið er á móti tilvísunum frá læknum. Sjúkrahúsið á Akureyri býður Guðna hjartanlega velkominn til starfa! |