Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Sjúkrahúsið á Akureyri Forsíða
Sjúkrahúsið á Akureyri Forsíða

Sjúkrahúsið á Akureyri

Influensufaraldur í algleymingi: mikið álag á Sjúkrahúsið á Akureyri

26. nóvember 2025

Influensufaraldur er nú í algleymingi, auk þess sem ýmsar pestar aðrar eru á kreiki. Álag á Sjúkrahúsið á Akureyri er mikið vegna þessa. Dæmigerð einkenni influensu eru hár hiti, hálssærindi, beinverkir/höfuðverkir og mikill slappleiki. Yfirgnæfandi hluti influensutilfella gengur yfir á nokkrum dögum og er brýnt fyrir fólki að halda sig heima, drekka vel og nota hitalækkandi verkjalyf. Vakin er athygli á gagnlegum leiðbeiningum og ráðleggingum á heilsuvera.is. Í vafatilfellum skal hafa samband við upplýsingasímann 1700. Neðar má nálgast upplýsingar um hvert skal leita, á heilsugæslu eða bráðamóttöku, má finna hér að neðan.

Hér má finna almennar leiðbeiningar um hvert skal leita, á heilsugæslu eða á bráðamóttöku: Leiðbeiningar

Þá má einnig nálgast nánari upplýsingar á Heilsuveru: Heilsuvera - inflúensa