Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Sjúkrahúsið á Akureyri Forsíða
Sjúkrahúsið á Akureyri Forsíða

Sjúkrahúsið á Akureyri

Hvatningastyrkur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

26. júní 2025

Fimm hjúkrunarfræðingar fengu hvatningastyrk á aðalfundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem haldinn var í Reykjavík þann 15. maí, ein þeirra var Elma Rún Ingvarsdóttir, sérfræðingur í barnahjúkrun á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Elma Rún, sérfræðingur í barnahjúkrun, hefur helgað starfskrafta sína bráðveikum börnum. Hún hefur unnið um árabil á barnadeild SAk auk þess að taka þátt í kennslu við mennta- og vísindadeild. Elma er aðjunkt við Háskólann á Akureyri og beitir sér af krafti fyrir bættum aðbúnaði barna á sjúkrahúsum og auknum gæðum barnahjúkrunar með kennslu og rannsóknum. Elma Rún hefur verið leiðandi í þróun og kennslu endurlífgunar barna og hefur tekið virkan þátt í innleiðingu námskeiða í sérhæfðri endurlífgun barna og nýbura. Elma Rún situr í stjórn Endurlífgunarráðs Íslands og endurlífgunarráði SAk.