Fara beint í efnið
Sjúkrahúsið á Akureyri Forsíða
Sjúkrahúsið á Akureyri Forsíða

Sjúkrahúsið á Akureyri

Hollvinir SAk gefa nýjar speglunarstæður

23. september 2024

Besta mögulega tækni í boði fyrir skjólstæðinga SA.

Hollvinir gefa speglunarstæður

Hollvinir Sjúkrahússins á Akureyri færðu skurðstofunum á dögunum glænýjar speglunarstæður sem taka við af þeim sem komnar voru til ára sinna. Nýjar speglunarstæður veita bestu mögulegu tækni til að meðhöndla vandamál við góðar og öruggar vinnuaðstæður sem tryggja enn betur öryggi skjólstæðinga.

Speglunarstæður eru notaðar til að gera ýmiskonar aðgerðir þar sem hægt er að komast að með minni skurði. Myndavél er stungið inn í líkamshol ásamt áhöldum til að gera inngrip. Sem dæmi um slík inngrip eru aðgerðir í kviðarholi, á gallblöðru, botnlanga, kvenlíffærum, ristli og smágirni, en einnig liðspeglanir, legholsspeglanir, maga- og ristilspeglanir, blöðruspeglanir og aðgerðir á nýrnasteinum.

Sjúkrahúsið færir Hollvinum SAk sérstakar þakkir fyrir rausnarlega gjöf.