Höfðingleg gjöf frá Kvenfélaginu Baldursbrá á Akureyri
5. nóvember 2025
Kvenfélagið Baldursbrá á Akureyri gaf lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri höfðinglega gjöf sem kom til með að nýtast aðstandendum í líknarrýmum.

Gjöfin samanstóð af ferðarúmi fyrir aðstandendur og tveimur yfirdýnum á rúmið, tveimur standlömpum, tveimur settum af rúmfötum og tveimur saltlömpum.
Sjúkrahúsið á Akureyri þakkar Kvenfélaginu Baldursbrá innilega fyrir þessa fallegu gjöf.