Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Sjúkrahúsið á Akureyri Forsíða
Sjúkrahúsið á Akureyri Forsíða

Sjúkrahúsið á Akureyri

Hilda Jana Gísladóttir hefur verið fastráðin samskiptastjóri Sjúkrahússins á Akureyri

27. júní 2025

Hilda Jana er með B.Ed.-gráðu í almennum kennarafræðum og diplómu í fjölmiðla- og boðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri. Hún er einnig með MA-gráðu í blaða- og fréttamennsku og diplómu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands.

Hilda Jana er með B.Ed.-gráðu í almennum kennarafræðum og diplómu í fjölmiðla- og boðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri. Hún er einnig með MA-gráðu í blaða- og fréttamennsku og diplómu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands.

Hilda Jana hefur víðtæka reynslu af störfum í fjölmiðlum og í opinberri stjórnsýslu. Hún hefur síðastliðna mánuði sinnt tímabundið stöðu samskiptafulltrúa SAk. Hilda Jana hefur verið bæjarfulltrúi Akureyrarbæjar og átt sæti í fjölda stjórna, ráða og nefnda á vegum sveitarfélagsins. Hún var framkvæmda- og sjónvarpsstjóri N4 og hefur starfað sem frétta- og dagskrárgerðarmaður m.a. hjá RÚV og Stöð 2. „Ég er mjög þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt með ráðningu í starf samskiptastjóra Sjúkrahússins á Akureyri. Sjúkrahúsið er hornsteinn í heilbrigðisþjónustu í okkar landshluta og ég er sannfærð um að starfið verði bæði krefjandi og gefandi. Það er mér sannur heiður að fá að verða hluti af þeirri öflugu liðsheild sem þar starfar.“