Grímuskylda aflögð á SAK frá og með 01.02.2023
1. febrúar 2023
Samkvæmt örverueftirliti SAk hefur dregið úr öndunarfærasýkingum undanfarið en þó eru enn innlagnir vegna öndunarfærasýkinga.
Samkvæmt örverueftirliti SAk hefur dregið úr öndunarfærasýkingum undanfarið en þó eru enn innlagnir vegna öndunarfærasýkinga. Viðbragðstjórn leggur til að grímuskylda gesta og starfsmanna við klíníska vinnu verði aflögð frá og með deginum í dag, 01.02.2023.
Rétt er þó að árétta að við öll einkenni öndunarfærasýkinga skulu starfsmenn og gestir bera grímu.
Heimsóknatímar fara einnig í fyrra horf, þ.e. tveir gestir leyfðir á hverjum tíma.