Góð þátttaka frá SAk á Hjúkrun 2023
17. október 2023
Ráðstefnan Hjúkrun fór fram í lok september á Hilton Reykjavík Nordica. Að vanda var ráðstefnan haldin á vegum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í samvinnu við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Landspítala og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Starfsfólk SAk tók virkan þátt í dagskránni og eftirfarandi kynntu verkefni sín:
Þórhalla Sigurðardóttir - Hermikennsla – geðhjúkrun II – kynning á þróunarverkefni í kennslu hjúkrunarfræðinga í framhaldsnámi í geðhjúkrun – notkun leikara í hermikennslu og ánægja nemenda með hermikennslu.
Valdís Ösp Jónsdóttir - „Þau hjálpuðu mér á erfiðasta tímapunkti lífs míns.“ Reynsla þolenda kynferðisofbeldis af þjónustu neyðarmóttöku Sjúkrahússins á Akureyri.
Snæbjörn Ómar Guðjónsson - Mikilvægi fjölskyldna við hjúkrun. Viðhorf hjúkrunarfræðinga á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Sandra Ásgrímsdóttir - Næringarástand eldra fólks á Akureyri og nágrenni.
„Þátttaka á ráðstefnum er mjög gagnleg fyrir allt fagfólk þar sem saman kemur fagfólk, sérfræðingar í greininni og leiðtogar á sviðinu. Á viðburðum sem þessum gefst gott tækifæri til að þróa sig faglega, fylgjast með niðurstöðum rannsókna sem og nýjustu straumum og stefnu í meðferð og tækni. Ekki má gleyma möguleikanum á því að skiptast á hugmyndum og byggja upp tengsl sem eru dýrmæt fyrir samstarf og framfarir í starfi. Allt sem stuðlar að breiðari þekkingargrunni getur haft góð áhrif á gæði umönnunar og er okkur því mikilvægt,“ sagði Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri SAk.