Fara beint í efnið

Gaman saman!

14. mars 2024

Starfsfólk SAk skellti sér á gönguskíðanámskeið á dögunum í boði sjúkrahússins. Námskeiðin eru tilvalin til að hrista hópinn saman og hafa gaman saman utan vinnunnar.

Gönguskíðanámskeið 2024

„Það er mikilvægt að breyta um umhverfi og kynnast samstarfsfólkinu á annan hátt. Þess vegna efndum við til gönguskíðanámskeiðsins, við munum reyna að standa fyrir svipuðum viðburðum sem þessum árlega,“ segir Erla Björnsdóttir framkvæmdastjóri mannauðssviðs og einn leiðbeinanda gönguskíðanámskeiðsins.

Námskeiðin fóru annarsvegar fram á Hömrum við Kjarnaskóg og svo á gönguskíðabraut uppi í Hlíðarfjalli. Leiðbeinendur voru auk Erlu, Arnaldur Haraldsson rafvirki á tæknideild og Bernard Gerritsma deildarstjóri geðdeildar.