Gagnleg erindi á degi hjúkrunar
15. maí 2024
Fjöldi fylgdist með á staðnum og í streymi.
Mennta- og vísindadeild Sjúkrahússins á Akureyri stóð fyrir metnaðarfullri dagskrá í tilefni af degi hjúkrunar í síðustu viku. Yfirskriftin var Við gerum svo miklu, miklu meira og vísaði þar með í þau fjölmörgu sérverkefni sem hjúkrunarfræðingar á deildum sinna meðfram sínu klíníska starfi.
„Við erum svakalega ánægð með daginn og flottu fyrirlesarana sem við fengum í lið með okkur. Það er ómetanlegt að fá innsýn inn í fjölbreytt störf hjúkrunarfræðinga og geta þannig lært hvert af öðru,“ sagði Hrafnhildur Lilja Jónsdóttir, sérfræðingur í hjúkrun og fræðslustjóri á mennta- og vísindadeildar.
Um 50 manns mættu á málþingið sem var einnig streymt á Teams. Að dagskrá lokinni var boðið upp á kaffi og léttar veitingar í húsnæði mennta- og vísindadeildar og gátu gestir skoðað nýja kennslurýmið á tengiganginum á 3. hæð SAk.