Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Sjúkrahúsið á Akureyri Forsíða
Sjúkrahúsið á Akureyri Forsíða

Sjúkrahúsið á Akureyri

Fulltrúar SAk með erindi á ráðstefnu Icepharma velferð

19. janúar 2026

Ráðstefna Icepharma Velferð fór fram þann 13. janúar sl. undir yfirskriftinni „Framtíðin er heima“. Á staðnum voru margir af máttarstólpum íslenska heilbrigðiskerfisins, m.a. starfsfólk SAk, þær Emilía Fönn Andradóttir, sérfræðingur í hjúkrun, og Eva Hilmarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, MSc.

Emilía Fönn Andradóttir, sérfræðingur í hjúkrun, og Eva Hilmarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, MSc

Ráðstefna Icepharma Velferð fór fram þann 13. janúar sl. undir yfirskriftinni „Framtíðin er heima“. Á staðnum voru margir af máttarstólpum íslenska heilbrigðiskerfisins, m.a. þær Emilía Fönn Andradóttir, sérfræðingur í hjúkrun, og Eva Hilmarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, MSc. Þær starfa á innkirtlamóttöku SAk og sinna eftirliti og göngudeildarþjónustu fyrir einstaklinga með sykursýki tegund I, sykursýki tegund II með flókna birtingarmynd og insúlínháða meðgöngusykursýki og veita ráðgjöf og fræðslu innan og utan sjúkrahússins. Þær hafa tekið markviss skref í hagnýtingu tækni í þjónustu við sjúklinga sem þær sögðu frá á ráðstefnunni. Þeirra innlegg á ráðstefnunni bar yfirheitið „Fjarheilbrigðisþjónusta: Tækifæri, áskoranir og framtíð heilbrigðisþjónustu á SAk.“

Upptöku frá ráðstefnunni má sjá hér: Framtíðin er heima - Upptaka (þeirra erindi hefst á 1:09:30.)

Ráðstefnuna í heild sinni má sjá á upptökunni en dagskráin var eftirfarandi, með tímastipmlum:

  • Opnunarávarp – Jón Magnús:

    00:11:10

  • Heilsulæsi – Brynja Ingadóttir:

    00:16:45

  • Fjárfestingar í velferðartækni – Sveinbjörn Ingi Grímsson:

    00:42:30

  • Fjarheilbrigðislausnir SAk – Emilía Fönn Andradóttir og Eva Hilmarsdóttir:

    01:09:30

  • Öryggi og traust í heimi fjarheilbrigðislausna – Helga Björnsdóttir:

    02:05:00

  • Þegar tæknin hjálpar til – Marco van Elst (ENS):

    02:15:00

  • Fjarheilbrigðisþjónusta í verki hjá Reykjavíkurborg – Auður Guðmundsdóttir og Ása Kolbrún:

    03:19:00

  • Að koma hugmynd í framkvæmd – Ágúst Kristján Steinarsson:

    04:04:00

  • Framtíðin er heima – Helga Dagný Sigurjónsdóttir:

    04:32:00

  • Pallborðsumræður og spurningar:

    04:46:00