Fara beint í efnið
Sjúkrahúsið á Akureyri Forsíða
Sjúkrahúsið á Akureyri Forsíða

Sjúkrahúsið á Akureyri

Framhaldsskólanemar í kynningu á SAk

15. nóvember 2024

Sjúkrahúsið á Akureyri tekur reglulega á móti framhaldsskólanemum sem hafa áhuga á að kynna sér fjölbreytt störf innan SAk.

Framhaldsskólanemar á SAk 2024

Á dögunum voru nemar í rafeindavirkjun úr VMA í starfsnámi hjá tæknideild. Arnaldur Haraldsson rafvirki á deildinni sýndi þeim handtökin og fræddi um starf rafvirkja á SAk.

Þá komu áhugasamir MA nemar í fræðslu um næringarfræði og hlutverk næringarfræðinga á SAk. Sara Mist sem tók nýlega við stöðu yfirnæringarfræðings á SAk hélt erindi um námið og sagði frá sinni reynslu á SAk sem nemi. Einnig fór Sarah Hewko yfir helstu hlutverk klínískra næringarfræðinga á SAk og Laufey Hrólfsdóttir, deildarstjóri mennta- og vísindadeildar, sagði frá rannsóknum á SAk á þessu sviði.