Fjórir frá SAk í hlutastarf hjá Heilbrigðisvísindastofnun Háskólans á Akureyri
31. janúar 2025
Heilbrigðisvísindastofnun Háskólans á Akureyri (HHA) er sameiginlegur vettvangur starfsmanna SAk og HA til eflingar rannsókna í heilbrigðisvísindum.


Heilbrigðisvísindastofnun Háskólans á Akureyri (HHA) er sameiginlegur vettvangur starfsmanna SAk og HA til eflingar rannsókna í heilbrigðisvísindum. Hlutverk HHA er m.a. að efla SAk sem rannsóknar- og kennslusjúkrahús, stuðla að aukinni rannsóknarsamvinnu, hafa samstarf um upplýsinga-, bókasafns-, tölvu- og upplýsingaþjónustu sem og að standa að sameiginlegum málþingum. Það starfsfólk sem tekur við stöðunum hjá HHA, til þriggja ára eru:
Dr. Alexander Kristinn Smárason, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir, prófessor
Dr. Björn Gunnarsson, svæfingalæknir, dósent
Dr. Laufey Hrólfsdóttir, forstöðumaður deildar mennta og vísinda, lektor
Dr. Ragnheiður Harpa Arnardóttir, sjúkraþjálfari, prófessor
„Samstarf SAk og HA mikilvægt“
Ragnheiður Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Lækninga hjá SAk, segir HHA ákaflega mikilvægan vettvang: „Líkt og fram kemur í heilbrigðisstefnu til ársins 2030 hafa vísindarannsóknir þýðingarmikið hlutverk í þróun heilbrigðisþjónustu, þær styrkja okkar þátt í menntun nema í heilbrigðisfræðum, efla mannauðinn okkar og skapa eftirsóknarvert starfsumhverfi. HHA er mikilvægur vettvangur SAk og HA, enda eru forsendur góðrar heilbrigðisþjónustu byggðar á rannsóknum og þróun, ásamt möguleikum til að nýta sér þekkingu.“