Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Sjúkrahúsið á Akureyri Forsíða
Sjúkrahúsið á Akureyri Forsíða

Sjúkrahúsið á Akureyri

Farsældarráð Norðurlands eystra og stýrihópur farsældarlaga á SAk

19. desember 2025

Fyrsti fundur Farsældarráðs Norðurlands eystra var haldinn þann 3. desember sl. Fulltrúi SAk í ráðinu er Snæbjörn Ómar Guðjónsson, sérfræðingur í geðhjúkrun og er varamaður hans Ingunn Eir Eyjólfsdóttir, félagsráðgjafi. Á fyrsta fundi var samþykkt skipurit farsældarráðsins, samskiptasáttmáli og starfsreglur.

Hlutverk farsældarráðs er að móta aðgerðaáætlun til fjögurra ára sem byggir á stefnu stjórnvalda um farsæld barna, niðurstöðum farsældarþings og stöðumats á Norðurlandi eystra. Áætlunin skal endurspegla svæðisbundnar áskoranir, tækifæri og skilgreina skýr markmið, aðgerðir, tímaramma, mælikvarða um árangur og ábyrgðaraðila.

Innleiðing á SAk

Stýrihópur innleiðingar farsældar barna mun hefja undirbúning að innleiðingu farsældarlaganna í janúar 2026 á SAk. Í stýrihópnum eru ásamt Snæbirni og Ingunni, Áslaug Felixdóttir, verkefnastjóri fræðslumála og Sigríður Ásta Hauksdóttir, fjölskyldufræðingur. Tengiliðir farsældar á SAk eru Halldóra Margrét Bjarnadóttir, hjúkrunarfræðingur á barnadeild og Thelma Eyfjörð Jónsdóttir, félagsráðgjafi.

Mynd stjórnarráðið: Fulltrúar stofnenda farsældarráðs Norðurlands eystra í Hofi ásamt Guðmundi Inga Kristinssyni, mennta- og barnamálaráðherra.