Faghópur fjölskyldustuðnings
29. janúar 2024
Á síðasta ári var skipaður faghópur fjölskyldustuðnings þar sem fulltrúar frá SAk og Háskólanum á Akureyri eru í samvinnu að vinna að áframhaldandi framgöngu fjölskyldustuðnings sjúklinga á SAk.
Fulltrúar í faghópnum eru Áslaug Felixdóttir hjúkrunarfræðingur / verkefnastjóri fræðslumála á SAk, Hafdís Sif Hafþórsdóttir hjúkrunarfræðingur / lyflækningadeild / lungnamóttaka SAk, Lóa Maja Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur / gjörgæsla / blóðskilun SAk / heimahjúkrun HSN, Olga Ásrún Stefánsdóttir aðjúnkt HA / iðjuþjálfi / fjölskyldufræðingur, Sigríður Sía Jónsdóttir dósent HA /ljósmóðir og Snæbjörn Ómar Guðjónsson sérfræðingur í geðhjúkrun á SAk. Ráðgjafi hópsins er Bernard Gerritsma forstöðuhjúkrunarfræðingur geðdeildar SAk sem var verkefnastjóri innleiðingar fjölskylduhjúkrunar á SAk.
Mikilvægt er að auka samvinnu milli heilbrigðisþjónustu SAk og kennslu HA og tilheyrir samstarfsverkefnið undir Heilbrigðisvísindastofnun Háskólans á Akureyri sem er sameiginlegur samstarfsvettvangur þessara tveggja stofnana. Helstu verkefni faghópsins eru:
Að vera leiðandi og vinna að þróun innan fjölskyldu-hjúkrunar/stuðnings, nýtingu gagnreyndrar þekkingar og miðlun nýrrar þekkingar til hjúkrunarfræðinga á SAk og hjúkrunarfræðinema í HA og annarra heilbrigðisstétta varðandi fjölskyldustuðning.
Að móta stefnu um þjónustu, gæðastarf, rannsóknir, kennslu, nám og starfsþróun innan fjölskyldu-hjúkrunar/stuðnings á SAk og HA.
Að vera vettvangur faglegrar umfjöllunar, en umfram allt vera samstarfsvettvangur SAk og Heilbrigðisdeildar HA.
Að vera í nánu samstarfi við Fagráð fjölskylduhjúkrunar á Landspítalanum.
Ef óskað er eftir frekari upplýsingum, stuðningi og ráðgjöf í tengslum við fjölskyldustuðning er velkomið að hafa samband við fulltrúa í Faghóp fjölskyldustuðnings.