Fara beint í efnið

Dagskrá Næringardags SAk – Takið daginn frá!

16. janúar 2024

Næringardagur SAk fer fram miðvikudaginn 28. febrúar milli kl. 13 og 16 í Kjarna, fundarherbergi SAk á 2. hæð Sjúkrahússins á Akureyri. Fundurinn verður einnig aðgengilegur í Teams. Þemað að þessu sinni er: ESPEN guidelines – klínískar leiðbeiningar um sjúkrahúsfæði.

Næringardagur SAk 2024

DAGSKRÁ

13:00

Næring sjúklinga - val á fæði er mikilvægur þáttur í meðferð sjúklings

Áróra Rós Ingadóttir, deildarstjóri Næringarstofu Landspítala, lektor í næringarfræði við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands

13:40

Sérfæði á SAk

Haukur Geir Gröndal, deildarstjóri eldhúss SAk/ Berglind Soffía Blöndal klínískur næringarfræðingur hjá Heilsuvernd/SAk

13:55

Maukað fæði og þykktir drykkir - af hverju þurfum við mismunandi fæðuáferðir?

Ingunn Högnadóttir, talmeinafræðingur á SAk

14:15

Kaffihlé

14:30

Mikilvægi skimunar fyrir vannæringu

Berglind Soffía Blöndal, klínískur næringarfræðingur hjá Heilsuvernd/SAk

15:00

Næring í æð - nýjustu leiðbeiningar

Sandra Dögg Guðnadóttir, lyfjafræðingur og klínískur næringarfræðingur á Landspítalanum

15:40 – 15:50

Samantekt og lokaorð

Fundarstjórn: Guðjón Kristjánsson yfirlæknir lyflækninga SAk.

Facebook-viðburður hér.