Akureyrarklíníkin: tveir nýir hjúkrunarfræðingar á Akureyrarklíníkina
2. júní 2025
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) hefur ráðið tvo nýja hjúkrunarfræðinga til Akureyrarklíníkurinnar, þær Ingibjörgu Ösp Ingólfsdóttur og Þórdísi Gísladóttur. Akureyrarklíníkin er greiningar- og ráðgjafamiðstöð fyrir einstaklinga með ME-sjúkdóminn eða langvarandi einkenni Covid.

Akureyrarklíníkin er samstarfsverkefni HSN og SAk sem rekur þverfaglega göngudeildarþjónustu fyrir sjúklinga með ME, long-covid og síþreytu, hver sem orsökin kann að vera. Deildin vinnur samkvæmt. tilvísunum frá heilsugæslunni. Helstu verkefni eru mat, ráðgjöf og meðferðarráðleggingar. Við deildina starfa félagsráðgjafar, iðjuþjálfi, sjúkraþjálfari, hjúkrunarfræðingur og læknar.
HSN hefur nú ráðið tvo nýja hjúkrunarfræðinga til Akureyrarklíníkurinnar, þær Ingibjörgu Ösp Ingólfsdóttur og Þórdísi Gísladóttur.
Ingibjörg Ösp útskrifaðist úr hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2005, tók meistarapróf í Þróunarfræði árið 2011 við Háskóla Íslands, diplóma í hagnýtri jafnréttisfræði árið 2014 og MPH meistarapróf í lýðheilsuvísindum árið 2024, einnig frá Háskóla Íslands.
Ingibjörg starfaði lengst af á barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri frá 2005 til 2025 með hléum. Hún vann m.a. í heimahjúkrun á Cetric Care í Osló 2013, Rjóðrinu á Landspítalanum 2016-2017, sem sendifulltrúi og hjúkrunarfræðingur Rauða krossins í Bangladesh 2018 og við kæfisvefnsrannsóknir meðal barna 2023-2024. Frá 2024 hefur Ingibjörg starfað sem skólahjúkrunarfræðingur hjá HSN og mun halda því áfram að hluta, samhliða Akureyrarklíníkinni.
Þórdís Gísladóttir útskrifaðist með BSc í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2015, sem hjúkrunarfræðingur frá Háskólanum á Akureyri árið 2020 ásamt því að taka diplóma í stjórnun í heilbrigðisþjónustu árið 2021 frá sama skóla. Frá árinu 2020 til 2025 hefur Þórdís starfað sem hjúkrunarfræðingur og teymisstjóri í afleysingum í heimahjúkrun hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands.