Um Mínar síður Rannís
Innskráning á Mínar síður Rannís (og þaðan í öll umsóknarkerfi Rannís) er í gegnum vefgáttina Ísland.is hvort sem þú ert að sækja um með þínum rafrænu skilríkjum eða fyrir hönd þriðja aðila.
Mikilvægt er að umsækjendur kynni sér vel allar leiðbeiningar og upplýsingar um umsóknarferli en þær og öll eyðublöð er að finna á síðum einstakra sjóða og styrkja.
Stuttar leiðbeiningar
Hægt er að skrá sig inn á Mínar síður Rannís með rafrænum skilríkjum í síma, Auðkennisappinu eða skilríkjum á korti.
Á Mínum síðum sérðu yfirlit yfir þínar umsóknir sem eru í vinnslu. Þar birtast einnig hlekkir í umsýslukerfi Rannís fyrir þau sem hafa aðgang. Þú kemst alltaf á upphafssíðuna með því að smella á hús-merkið lengst til vinstri í valstikunni.
