Um Mínar síður Rannís
Innskráning á Mínar síður Rannís (og þaðan í öll umsóknarkerfi Rannís) er í gegnum vefgáttina Ísland.is hvort sem þú ert að sækja um með þínum rafrænu skilríkjum eða fyrir hönd þriðja aðila.
Mikilvægt er að umsækjendur kynni sér vel allar leiðbeiningar og upplýsingar um umsóknarferli en þær og öll eyðublöð er að finna á síðum einstakra sjóða og styrkja.
Stuttar leiðbeiningar
Hægt er að skrá sig inn á Mínar síður Rannís með rafrænum skilríkjum í síma, Auðkennisappinu eða skilríkjum á korti.
Á Mínum síðum sérðu yfirlit yfir þínar umsóknir sem eru í vinnslu. Þar birtast einnig hlekkir í umsýslukerfi Rannís fyrir þá sem hafa aðgang. Þú kemst alltaf á upphafssíðuna með því að smella á hús-merkið lengst til vinstri í valstikunni.

Mikilvæg atriði til að hafa í huga við gerð umsóknar:
Nauðsynlegt er að vista á milli liða þegar fyllt er út í eyðublaðið svo gögnin glatist ekki.
Ef opin umsókn er ekki vistuð í fjórar klst, lokast hún sjálfkrafa. Þá verður notandi að skrá sig aftur inn og halda áfram með umsóknina þar sem frá var horfið.
Þegar búið er að fylla út umsóknina þarf að haka við „Staðfesta umsókn“ og ýta á „VISTA“-hnappinn til þess að senda hana inn.
Notið vafrana Chrome, Firefox eða Edge við umsóknargerðina. Vafrinn Internet Explorer virkar ekki.