Fara beint í efnið
Persónuvernd Forsíða
Persónuvernd Forsíða

Persónuvernd

9. desember 2011

Bréf Persónuverndar til Landspítala-Háskólasjúkrahúss

Persónuvernd vísar til frétta um dreifingu á persónuupplýsingum um 158 sjúklinga sem höfðu leitað sér lækninga á bráðamóttöku eða göngudeild geðsviðs eða kvennadeildar Landspítalans. Þá hefur Persónuvernd borist kvörtun frá sjúklingi sem var á umræddum lista.

Af gögnum málsins virðist sem LSH hafði í heimildarleysi miðlað hinum viðkvæmu persónuupplýsingum í þágu rannsóknar á ofbeldi í nánum samböndum.

Minnt er á leyfisskyldu samkvæmt 3. mgr. 15. gr. laga um réttindi sjúklinga nr. 74/1997 og samkvæmt 4. gr. reglna Persónuverndar nr. 712/2008 um miðlun viðkvæmra persónuupplýsinga í þágu vísindarannsóknar. Ekki þarf leyfi hafi sjúklingur samþykkt miðlunina. Leyfisskyldu er ætlað að tryggja setningu skilmála um öryggi og verklag er hindri að viðkvæmar persónuupplýsingar berist óviðkomandi og trúnaður verði brotinn.

Með vísun til 1. mgr. 38. gr. laga nr. 77/2000 er hér með lagt fyrir LSH að gefa skýringar. Þar þarf að koma fram nákvæm lýsing á atvikum málsins og til hvaða aðgerða LSH, sem ábyrgðaraðili, hafi gripið eða hyggist grípa til, af tilefni máls þessa. Skulu skýringar hafa borist eigi síðar en 20. desember nk.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820