Fleiri mál en nokkurn tíma fyrr berast nú Persónuvernd. Á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2011 bárust alls 314 ný mál og sé litið á málafjölda fyrir sömu mánuði í fyrra, 2010, er aukning 29%. Sé hinsvegar litið á málafjölda fyrir sama tímabil árið 2002 þá er aukningin 240%.