Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Persónuvernd Forsíða
Persónuvernd Forsíða

Persónuvernd

Þessi frétt er meira en árs gömul

Umsókn um heimild til vísindarannsóknar á COVID-19

21. mars 2020

Tilkynning frá Persónuvernd

Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum nýverið vill Persónuvernd taka fram að í gær, föstudaginn 20. mars klukkan 12.45, barst Persónuvernd til umsagnar frá Vísindasiðanefnd umsókn frá Íslenskri erfðagreiningu um heimild til að gera rannsókn á faraldsfræði SARS-CoV-2-veirunnar og áhrifum erfða og undirliggjandi sjúkdóma á COVID-19-sjúkdóminn sem hún veldur.

Afgreiðsla málsins stendur yfir og fyrirhugað er að afgreiða það til Vísindasiðanefndar eigi síðar en fyrir lok mánudagsins 23. mars nk.

Fyrri fréttatilkynningu Persónuverndar og Vísindasiðanefndar vegna málsins frá 8. mars 2020 má nálgast hér.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 10 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820