Fara beint í efnið
Persónuvernd Forsíða
Persónuvernd Forsíða

Persónuvernd

Stefna úttekta og frumkvæðisathugana fyrir árið 2023

8. febrúar 2023

Merki - Persónuvernd

Persónuvernd hefur ákveðið að árið 2023 verði við ákvörðun um úttektir og frumkvæðisathuganir einblínt á vinnslu persónuupplýsinga í eftirfarandi forgangsröð:

1. Vinnsla persónuupplýsinga í snjalllausnum/hugbúnaðarkerfum fjármálafyrirtækja.2. Vinnsla persónuupplýsinga í snjalllausnum/hugbúnaðarkerfum vátryggingafélaga.3. Gerð persónusniða og örnálgun (e. microtargeting).4. Vinnsla persónuupplýsinga á sviði fjártækni.5. Vinnsla persónuupplýsinga á sviði heilbrigðistækni.

Þessi stefna útilokar ekki að annars konar mál verði tekin til frumkvæðisathugunar eða úttektar ef upp koma aðkallandi mál sem þarf að bregðast skjótt við. Ákvörðun um framangreinda forgangsröð byggist á yfirferð yfir þau mál sem hafa verið til skoðunar hjá Persónuvernd sem möguleg úttektarmál eða frumkvæðisathuganir, sem og á áherslum stofnunarinnar síðustu ár.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugarvegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820