Skýrsla EDPB varðandi löggæslutilskipunina og ný tilmæli um bindandi fyrirtækjareglur vinnsluaðila.
20. janúar 2026
Evrópska Persónuverndarráðið (EDPB) gaf út skýrslu til stuðnings væntanlegs mats Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (e. European Commission) á löggæslutilskip sambandsins (w. Law Enforcement Directive, LED). Ráðið samþykkti einnig tilmæli varðandi bindandi fyrirtækjareglur vinnsluaðila (e. Processor Binding Corpoate Rules, CR-P). Að auki voru breytingar á regluverki hins stafræna markaðar (e. Digital omnibus proposal) ræddar en álit EDPB vegna þeirra er væntanlegt í febrúar.

Í skýrslunni er áhersla lögð á lykilhlutverk tilskipunarinnar varðandi vernd persónuupplýsinga í löggæslu. EDPB víkur sérstaklega að því að mörk persónuverndarlöggjafarinnar og löggæslutilskipunarinnar geti verið óskýr og leggur áherslu á að löggæsluyfirvöld hugi að því að notkun nýrrar tækni uppfylli kröfur persónuverndarlöggjafarinnar. Samstarf persónuverndar- og löggæsluyfirvalda er því sérstaklega mikilvægt og þyrfti að styrkja það. Svo að hægt verði að uppfylla kröfur beggja löggjafana er þörf á auknu fjármagni og mannauði til að sinna þeim nýju verkefnum sem fylgja nýrri löggjöf s.s. vegna nýs komu- og brottfararkerfis (e. Entry Exit system).
BCR-P tilmælin er uppfærsla á núverandi tilmælum sem innihalda viðmið fyrir samþykki BCR-P ásamt því að sameina þær við staðlað umsóknareyðublað fyrir BCR-P. Nýju tilmælin byggja á reynslu persónuverndaryfirvalda seinustu ára. Tilmælin veita skýr viðmið og skýringar svo að hægt sé að tryggja að BCR-P séu í samræmi við persónuverndarlöggjöfina. Tilmælin verða í opinberu samráði til 2. mars nk.
Nánar má lesa um málið á vef EDPB.
