Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Persónuvernd Forsíða
Persónuvernd Forsíða

Persónuvernd

Skýrsla EDPB varðandi löggæslutilskipunina og ný tilmæli um bindandi fyrirtækjareglur vinnsluaðila.

20. janúar 2026

Evrópska Persónuverndarráðið (EDPB) gaf út skýrslu til stuðnings væntanlegs mats Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (e. European Commission) á löggæslutilskip sambandsins (w. Law Enforcement Directive, LED). Ráðið samþykkti einnig tilmæli varðandi bindandi fyrirtækjareglur vinnsluaðila (e. Processor Binding Corpoate Rules, CR-P). Að auki voru breytingar á regluverki hins stafræna markaðar (e. Digital omnibus proposal) ræddar en álit EDPB vegna þeirra er væntanlegt í febrúar.

Í skýrslunni er áhersla lögð á lykilhlutverk tilskipunarinnar varðandi vernd persónuupplýsinga í löggæslu. EDPB víkur sérstaklega að því að mörk persónuverndarlöggjafarinnar og löggæslutilskipunarinnar geti verið óskýr og leggur áherslu á að löggæsluyfirvöld hugi að því að notkun nýrrar tækni uppfylli kröfur persónuverndarlöggjafarinnar. Samstarf persónuverndar- og löggæsluyfirvalda er því sérstaklega mikilvægt og þyrfti að styrkja það. Svo að hægt verði að uppfylla kröfur beggja löggjafana er þörf á auknu fjármagni og mannauði til að sinna þeim nýju verkefnum sem fylgja nýrri löggjöf s.s. vegna nýs komu- og brottfararkerfis (e. Entry Exit system).

BCR-P tilmælin er uppfærsla á núverandi tilmælum sem innihalda viðmið fyrir samþykki BCR-P ásamt því að sameina þær við staðlað umsóknareyðublað fyrir BCR-P. Nýju tilmælin byggja á reynslu persónuverndaryfirvalda seinustu ára. Tilmælin veita skýr viðmið og skýringar svo að hægt sé að tryggja að BCR-P séu í samræmi við persónuverndarlöggjöfina. Tilmælin verða í opinberu samráði til 2. mars nk.

Nánar má lesa um málið á vef EDPB.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 10 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820