Fara beint í efnið
Persónuvernd Forsíða
Persónuvernd Forsíða

Persónuvernd

Sekt á hendur Háskóla Íslands vegna rafrænnar vöktunar

6. september 2023

Merki - Persónuvernd

Mál nr. 2021020431

Persónuvernd hefur lagt stjórnvaldssekt, að upphæð 1.500.000 króna, á Háskóla Íslands vegna rafrænnar vöktunar. Kvartað var yfir eftirlitsmyndavélum innan og utan bygginga Háskóla Íslands og að engar merkingar væru sjáanlegar sem gæfu til kynna að rafrænt eftirlit væri fyrir hendi. Einnig var kvartað yfir því að ekki hefði farið fram kynning á tilgangi, eðli, umfangi, vistun eða öðru sem lýtur að vöktuninni. Niðurstaða Persónuverndar var sú að merkingar og fræðsla Háskóla Íslands um rafræna vöktun í og við byggingar háskólans samrýmdust ekki lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Viss atriði voru metin Háskóla Íslands til málsbóta en í ljósi umfangs eftirlitsmyndavélakerfisins, fjölda hinna skráðu og tímalengd brots var hins vegar komist að þeirri niðurstöðu um sektarálagningu sem fyrr greinir.

Ákvörðun Persónuverndar

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugarvegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820