Fara beint í efnið
Persónuvernd Forsíða
Persónuvernd Forsíða

Persónuvernd

Samræmdar úttektir innan EES á notkun opinberra aðila á skýjaþjónustu

15. febrúar 2022

Merki - Persónuvernd

Evrópska persónuverndarráðið (EDPB) hefur ákveðið að „notkun opinberra aðila á skýjaþjónustu“ sé það viðfangsefni sem sé í forgangi í sameiginlegum aðgerðum aðildarríkja ráðsins árið 2022. Á þeim grundvelli ætla 22 persónuverndarstofnanir á EES-svæðinu að hefja sameiginlegar úttektir eða athuganir á notkun opinberra aðila á skýjaþjónustu og munu yfir 80 aðilar víðs vegar á svæðinu sæta þessum aðgerðum.

Þetta eru fyrstu samræmdu eftirfylgniaðgerðir (e. coordinated enforcement action) Evrópska persónuverndarráðsins. Aðgerðirnar eru eitt af lykilverkefnum ráðsins árin 2021-2023 og miða að því að auka samræmi og samvinnu persónuverndarstofnana í Evrópu.

Persónuvernd er ein þeirra persónuverndarstofnana sem tekur þátt í framangreindum aðgerðum og mun, nú í lok febrúar, hefja úttektir á notkun sveitarfélaga á skýjaþjónustu í grunnskólastarfi.

Sveitarfélögin sem Persónuvernd kemur til með að taka út eru:

ReykjavíkKópavogurHafnarfjörðurReykjanesbærAkureyriGarðabær

Nánar má lesa um samstarfsverkefnið hér.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugarvegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820