Samkomulagi náð um bætt samstarf persónuverndarstofnana í málum sem varða vinnslu persónuupplýsinga yfir landamæri
2. júlí 2025
Ráð Evrópusambandsins og Evrópuþingið hafa náð samkomulagi um nýja löggjöf sem ætlað er að bæta samstarf evrópskra persónuverndarstofnana við rekstur mála á grundvelli almennu persónuverndarreglugerðarinnar (GDPR) sem varða vinnslu persónuupplýsinga yfir landamæri.

Ráð Evrópusambandsins og Evrópuþingið hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um nýja löggjöf sem ætlað er að bæta samstarf evrópskra persónuverndarstofnana við rekstur mála á grundvelli almennu persónuverndarreglugerðarinnar (GDPR) sem varða vinnslu persónuupplýsinga yfir landamæri.
Markmið löggjafarinnar er að einfalda samstarfsferlið, samræma málsmeðferðarreglur og auka skilvirkni við afgreiðslu kvartana og annarra rannsókna sem ná yfir landamæri. Nýja löggjöfin kynnir meðal annars til sögunnar reglur um afgreiðslutíma slíkra mála sem og samræma reglur um lok mála á fyrri stigum málsmeðferðar. Nýja löggjöfin á einnig að auka aðkomu málsaðila á fyrri stigum mála.
Ef löggjöfin verður samþykkt er talið að hún muni stuðla að hraðari meðferð kvartana sem varða vinnslu persónuupplýsinga yfir landamæri og betri vernd réttinda einstaklinga.
Löggjöfin bíður nú endanlegrar samþykktar hjá Ráðinu og Evrópuþinginu.
Sjá nánar hér