Fara beint í efnið
Persónuvernd Forsíða
Persónuvernd Forsíða

Persónuvernd

Persónuvernd veitt leyfi til að áfrýja beint til Hæstaréttar

17. apríl 2024

Merki - Persónuvernd

Persónuvernd áfrýjaði til Landsréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 5. febrúar 2024 í máli nr. E-4081/2023, Reykjavíkurborg gegn Persónuvernd og íslenska ríkinu, sem lýtur að tveimur ákvörðunum stofnunarinnar um vinnslu persónuupplýsinga á ábyrgð sveitarfélagsins í Seesaw-nemendakerfinu. Óskaði Persónuvernd jafnframt eftir leyfi til að áfrýja málinu beint til Hæstaréttar.Hæstiréttur hefur fallist á að taka mál Reykjavíkurborgar á hendur Persónuvernd fyrir, án þess að það komi við í Landsrétti.

Fram kemur í ákvörðun Hæstaréttar að dómur í málinu hafi almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna og túlkun laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sem sett voru árið 2018. Auk þess sem að fordæmisgildi dóms í málinu sé töluvert þar sem í því reyni í fyrsta sinn fyrir dómstólum á ákvörðun Persónuverndar um beitingu stjórnvaldssekta.

Sjá hér nánar ákvörðun Hæstaréttar.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugarvegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820