Persónuvernd – hvert stefnum við?
16. janúar 2026
Persónuvernd býður til afmælismálþings í Eddu á alþjóðlega persónuverndardaginn, 28. janúar 2026.

Í tilefni af 25 ára afmæli Persónuverndar býður stofnunin til afmælismálþings sem haldið verður á alþjóðlega persónuverndardaginn, 28. janúar nk., klukkan 12:30. Málþingið verður haldið í Eddu – húsi stofnunar Árna Magnússonar.
Á málþinginu verður fjallað um stöðu persónuverndar í síbreytilegum heimi, helstu áskoranir og tækifæri.

