Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Persónuvernd Forsíða
Persónuvernd Forsíða

Persónuvernd

Þessi frétt er meira en árs gömul

Öryggisbrestur hjá Facebook náði til Íslands

28. ágúst 2019

Nýlega var upplýst um að samfélagsmiðillinn Facebook hefði notað verktaka til að yfirfara hljóðupptökur sem teknar voru upp í gegnum skilaboðaforrit fyrirtækisins, Messenger, í tengslum við „Voice to text“-þjónustu forritsins.

Persónuvernd hefur nú fengið þær upplýsingar frá persónuverndarstofnuninni á Írlandi (Data Protection Commission - DPC) að um sé að ræða hljóðupptökur frá um það bil 50 einstaklingum á Evrópska efnahagssvæðinu, þar af einum frá Íslandi, sem voru afritaðar handvirkt af Facebook Inc. þegar einstaklingur í Bandaríkjunum notaði umrædda þjónustu forritsins og átti í samskiptum við einstakling á Evrópska efnahagssvæðinu. Samkvæmt upplýsingum sem Persónuvernd hafa borist hefur verið slökkt á umræddum valmöguleika á meðan atvikið er til skoðunar.

Þar sem ákvörðun um vinnsluna var ekki í höndum Facebook Ireland Ltd., sem hefur staðfestu á Írlandi, heldur móðurfyrirtækisins Facebook Inc., sem staðsett er í Bandaríkjunum, er samræmingarkerfi evrópsku persónuverndarreglugerðarinnar ekki virkjað og ber því persónuverndarstofnun hvers og eins ríkis innan EES, sem öryggisbresturinn nær til, ábyrgð á að fylgja málinu eftir.

Í ljósi þeirra upplýsinga sem Persónuvernd hafa borist frá systurstofnun sinni á Írlandi hefur stofnunin ákveðið að hefja frumkvæðisathugun vegna þessa öryggisbrests hjá Facebook.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 10 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820