Opnað fyrir umsóknir í Sandkassanum
28. febrúar 2022
Í dag var opnað fyrir umsóknir í sandkassaverkefni sem Persónuvernd, í samstarfi við Embætti Landlæknis og Stafrænt Ísland, hefur komið á fót.
Fyrirtæki og aðrir aðilar sem hafa hug á að þróa gervigreind í heilbrigðisþjónustu eru hvött til að sækja um þátttöku. Umsóknarfrestur er til og með 14. mars.
Markmiðið með verkefninu, sem er að norskri og breskri fyrirmynd, er að auka þekkingu á og veita innsýn í nýjar og nýstárlegar lausnir á sviði gervigreindar, auk þess sem mögulegt er að greina hugsanlega áhættu í vinnslu persónuupplýsinga strax á frumstigi. Verkefnið lýtur fyrst og fremst að því að leysa úr þeim áskorunum sem þeir sem eru að þróa gervigreind þurfa að takast á við í tengslum við persónuverndarlög.