Fara beint í efnið
Persónuvernd Forsíða
Persónuvernd Forsíða

Persónuvernd

Norrænar persónuverndarstofnanir halda áfram nánu samstarfi

17. maí 2023

Norrænar persónuverndarstofnanir halda áfram nánu
samstarfi

Norrænu persónuverndarstofnanirnar hafa lengi haft með sér samvinnu meðal annars með því að vinna saman að stefnumótun á sviði eftirlitsaðgerða og deila þekkingu og reynslu á milli stofnananna. Árlegur fundur þeirra var haldinn í Reykjavík dagana 14.-16. maí. Á fundi ársins fóru fram hnitmiðaðar umræður um sameiginleg áform um eftirlit og upplýsingaskipti ásamt aukinni samvinnu norrænu persónuverndarstofnanna.

Á fundinum undirrituðu forstjóri Persónuverndar og forstjórar systurstofnana á Norðurlöndum með sér yfirlýsingu um áframhaldandi samstarf. Tilgangur yfirlýsingarinnar er að styrkja enn frekar norræna samvinnu.

Norrænu persónuverndarstofnanirnar samþykktu meðal annars eftirfarandi samstarf og markmið:

  1. Forstjórar norrænu persónuverndarstofnanna ákváðu að halda fjarfundi sín á milli ársfjórðungslega til þess að ræða störf sín og sameina krafta sína við gerð leiðbeininga og skipulagningu úttekta og frumkvæðisathugana.

  2. Persónuverndarstofnanirnar samþykktu að halda áfram að skoða möguleika þess að nota áhættu- og gagnamiðaða aðferð við stefnumótun úttekta og frumkvæðisathugana, sem og í evrópsku samstarfi með það að markmiði að deila þekkingu og hagnýtri reynslu.

  3. Ákveðið var að koma á fót vettvangi fyrir persónuverndarstofnanirnar fyrir greiningu og áætlanagerð til að auka áhrif starfa þeirra.

  4. Persónuverndarstofnanirnar ákváðu að auka upplýsingaflæði sín á milli um meðferð öryggisbresta.

Reykjavíkuryfirlýsingin á pdf sniði.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugarvegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820