Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Persónuvernd Forsíða
Persónuvernd Forsíða

Persónuvernd

Þessi frétt er meira en árs gömul

Meta sektað um 251 milljón evra fyrir öryggisbrest

19. desember 2024

Írska persónuverndarstofnunin (DPC) birti þann 17. desember sl. úrskurð sinn í kjölfar tveggja rannsókna á Meta Platforms Ireland Limited (MPIL).

Írska persónuverndarstofnunin (DPC) birti þann 17. desember sl. úrskurð sinn í kjölfar tveggja rannsókna á Meta Platforms Ireland Limited (MPIL). Rannsóknirnar hófust árið 2018 í kjölfar öryggisbrests sem hafði áhrif á um 29 milljónir Facebook-notenda, þar af þrjár milljónir notenda í Evrópu.

Bresturinn laut að ólögmætri notkun þriðja aðila á notendaauðkennum (e. user tokens) sem veittu þeim aðgang að persónuupplýsingum á borð við nöfn, netföng, símanúmer, fæðingardag, staðsetningargögn, veggfærslur og trúarskoðanir.

DPC sektaði Meta um samtals 251 milljón evra fyrir brot á reglum almennu persónuverndarreglugerðarinnar.

Þessi úrskurður undirstrikar ábyrgð fyrirtækja á að tryggja öryggi persónuupplýsinga þar á meðal með innbyggðri- og sjálfgefinni persónuvernd í hönnun kerfa sinna.

Fréttatilkynning DPC (á ensku).

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 10 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820