Fara beint í efnið
Persónuvernd Forsíða
Persónuvernd Forsíða

Persónuvernd

Meta IE sektað um 1,2 milljarða evra

23. maí 2023

Merki - Persónuvernd

Írska persónuverndarstofnunin (DPC) tilkynnti í vikunni að stofnunin hefði lagt 1,2 milljarða evra sekt á Meta IE í kjölfar rannsóknar stofnunarinnar á Facebook. Sektarákvörðunin var tekin í kjölfar bindandi ákvörðunar Evrópska persónuverndarráðsins (EDPB) þar sem stofnuninni var gert að gera tilteknar breytingar á ákvörðun sinni. Ákvörðunin varðaði flutning Meta IE á persónuupplýsingum til Bandaríkjanna á grundvelli staðlaðra samningsskilmála. Þá voru Meta einnig veitt fyrirmæli um að færa vinnsluna, að því er varðar flutning úr landi, til samræmis við kröfur reglugerðarinnar.

Um er að ræða hæstu sekt sem lögð hefur verið á vegna brota gegn evrópsku persónuverndarreglugerðinni.

Hérmá lesa fréttatilkynningu EDPB um málið.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugarvegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820