LinkedIn hefur þjálfun gervigreindarlíkans á persónuupplýsingum – ábending til notenda um að yfirfara friðhelgisstillingar
26. september 2025
LinkedIn mun brátt byrja að þjálfa gervigreindarlíkan sitt á persónuupplýsingum notenda. Notendur eru hvattir til að huga að persónuverndarstillingum sínum fyrir 3. nóvember næstkomandi.

Samfélagsmiðillinn LinkedIn hefur tilkynnt notendum sínum að miðillinn muni byrja að nota ýmis gögn til að þjálfa gervigreindarlíkan sitt. Áætlað er að hefja vinnsluna þann 3. nóvember næstkomandi.
Þeir notendur sem vilja koma í veg fyrir að persónuupplýsingar þeirra verði notaðar í þessum tilgangi þurfa að yfirfara friðhelgisstillingar sínar fyrir þann tíma. Nánar tiltekið verða notendur að hafa breytt stillingu sinni sérstaklega á þann veg að LinkedIn megi ekki nýta persónuupplýsingar þeirra og efni sem þeir hafa útbúið til að þjálfa gervigreindarlíkan sitt.
Til að breyta stillingum sínum smellir notandi á aðalvalmyndina og velur „Settings & Privacy“.

Þar er valið „Data Privacy“ í valmyndinni vinstra megin og að lokum smellt á „Data for Generative AI Improvement“.

Hér er sjálfkrafa stillt á „On“ og þarf að smella á hnappinn til að slökkva á stillingunni.

