Fara beint í efnið
Persónuvernd Forsíða
Persónuvernd Forsíða

Persónuvernd

Landsréttur dæmir Persónuvernd í vil

15. nóvember 2024

Merki - Persónuvernd

Landsréttur hefur snúið við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá 16. mars 2023 í máli sem Íslensk erfðagreining ehf. höfðaði til ógildingar á ákvörðun Persónuverndar frá 23. nóvember 2021. Í ákvörðun Persónuverndar var komist að þeirri niðurstöðu að blóðsýni hefðu verið tekin úr inniliggjandi sjúklingum á Landspítala og notuð í vísindarannsókn án samþykkis þeirra og áður en Vísindasiðanefnd veitti tilskilið leyfi. Því hefði vinnslan ekki samrýmst lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sbr. reglugerð (ESB) 2016/679. Í niðurstöðu Landsréttar er öllum kröfum Íslenskrar erfðagreiningar ehf. hafnað og Persónuvernd sýknuð af kröfum fyrirtækisins. Ákvörðun Persónuverndar stendur því óhögguð.

Dómur Landsréttar

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugarvegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820