Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Persónuvernd Forsíða
Persónuvernd Forsíða

Persónuvernd

Helsinki yfirlýsing Evrópska persónuverndarráðsins

4. júlí 2025

Evrópska persónuverndarráðið (EDPB) gefur frá sér yfirlýsingu um aukinn skýrleika, stuðning og þátttöku.

Evrópska persónuverndarráðið (EDPB) hefur gefið út yfirlýsingu um aukinn skýrleika, stuðning og þátttöku (e. Statement on enhanced clarity, support and engagement) þar sem lögð er áhersla á aukið samráð við hagsmunaaðila og aðgerðir sem auðvelda eiga aðilum að uppfylla skilyrði persónuverndarreglugerðarinnar.

Í yfirlýsingunni eru kynntar aðgerðir sem miða að því að auðvelda fylgni við persónuverndarreglugerðina, einkum fyrir ör-, lítil og meðalstór fyrirtæki, aðgerðir til að stuðla að aukinni samræmingu við beitingu reglugerðarinnar og aðgerðir til að efla samspil reglugerðarinnar við aðrar reglugerðir.

Meðal aðgerða er að útbúa, og samræma milli landa, sniðmát fyrir algeng skjöl, gátlista, leiðbeiningar og svör við algengum spurningum til að aðstoða fyrirtæki og stofnanir að uppfylla skyldur sínar samkvæmt persónuverndarreglugerðinni.

Markmið aðgerðanna er að styrkja starfsemi ör-, lítilla og meðalstórra fyrirtækja og auka nýsköpun og samkeppnishæfni í Evrópu. EDPB leggur áherslu á að hlutverk persónuverndar er mikilvægur liður í að halda uppi evrópskum gildum og grundvallarréttindum einstaklinga.

Nánari upplýsingar er að finna í fréttatilkynningu á vefsíðu EDPB.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820