Fundur norrænna persónuverndarstofnana í Reykjavík
12. maí 2023
Dagana 14.-15 maí n.k. verður árlegur fundur norrænna persónuverndarstofnana haldinn í Reykjavík. Fundurinn er liður í áralöngu norrænu samstarfi á sviði persónuverndar en fyrsti fundurinn af þessum toga var haldinn árið 1988.
Fundinn í ár sækja fulltrúar Íslands, Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar, Finnlands, Færeyja og Álandseyja. Til umræðu verða meðal annars úttektir persónuverndarstofnana, reynsla stofnananna af eftirliti með vinnslu persónuupplýsinga tengdri gervigreind, tölvuleikjanotkun barna og nýtt fræðsluverkefni Persónuverndar um persónuvernd barna.