Fundur EDPB með fulltrúum landa og stofnana með jafngildisákvörðun
4. desember 2025
Evrópska persónuverndarráðið (EDPB) hélt sameiginlegan fund með fulltrúum persónuverndaryfirvalda í löndum og stofnunum með jafngildisákvörðun. Sambærilegur fundur var haldinn í október 2024.

Jafngildisákvörðun er mikilvægur hluti í persónuverndarlöggjöfinni en hún opnar fyrir flæði persónugreinanlegra gagna yfir landamæri til landa utan Evrópu.
Eftirfarandi lönd og stofnanir eru með jafngildisákvörðun: Andorra, Argentína, Kanada, Færeyjar, Guernsey, Ísrael, Mön, Japan, Jersey, Nýja sjáland, Suður Kórea, Sviss, Bretland, Úrúgvæ, Bandaríkin og Evrópska einkaleyfastofan.
Fundunum er ætlað að styrja samstarf milli aðila. Sjá nánar á vef EDPB.
